Fær Rúnar Alex tækifæri strax í kvöld?

Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson Ljósmynd/arsenal.com

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson gæti mögulega fengið tækifæri með Arsenal strax í kvöld en liðið mætir þá Leicester City í deildarbikarnum. 

Deildarbikarinn heitir nú Carabao Cup og er bikarkeppni númer tvö. Fyrir vikið hefur verið allur gangur á því hversu alvarlega stóru liði hafa tekið keppnina. 

Leikirnir í henni hafa einmitt nýst knattspyrnustjórum vel til að gefa leikmönnum tækifæri. Ungum leikmönnum, nýjum leikmönnum eða þeim sem eru að hrista af sér meiðsli. 

Lið Gylfa Þórs Sigurðssonar, Everton, verður einnig á ferðinni og heimsækir Fleetwood Town. Þá munu lið Jóns Daða Böðvarssonar og Jóhanns Bergs Guðmundssonar, Millwall og Burnley mætast. Jóhann Berg er á sjúkralistanum eins og fram kom á dögunum. 

mbl.is