Þrjú úrvalsdeildarlið komin áfram

Jón Daði Böðvarsson í baráttu við Matthew Lowton hjá Burnley …
Jón Daði Böðvarsson í baráttu við Matthew Lowton hjá Burnley í leiknum í kvöld. AFP

Úrvalsdeildarliðin Fulham, Burnley og Brighton eru komin í sextán liða úrslit enska deildabikarsins í knattspyrnu en fjórum leikjum af átta sem fram fara í keppninni í kvöld er lokið.

Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn með Millwall sem tapaði 0:2 á heimavelli fyrir Burnley. Jóhann Berg Guðmundsson er fjarri góðu gamni hjá Burnley vegna meiðsla. Josh Brownhill og Matej Vydra skoruðu mörkin.

Fulham vann Sheffield Wednesday 2:0 á heimavelli þar sem Aboubakar Kamara og Bobby Reid skoruðu mörkin og Brighton  vann 2:0 útisigur á Preston með mörkum frá íranska framherjanum Alirreza Jahanbakhsh og Alexis MacAllister.

Loks vann Stoke sigur á Gillingham, 1:0, þar sem Tyrese Campbell skoraði sigurmarkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert