Eignarhaldið á Wrexham til Hollywood?

Ryan Reynolds.
Ryan Reynolds. AFP

Kvikmyndaleikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney hafa áhuga á að eignast velska knattspyrnufélagið Wrexham en liðið hefur verið í eigu stuðningsmanna síðan 2011. 

Talsmaður eigenda, Spencer Harris, hefur greint frá áhuga leikaranna og segist hafa rætt við þá nokkrum sinnum vegna þessa. Auk þess fór fram atkvæðagreiðsla á meðal hluthafa um hvort fara eigi í viðræður við þá félaga og 95% kusu með því. 

Þar af leiðandi er ljóst að leikararnir eru í viðræðum um kaup á félaginu en ekki fylgir sögunni hvers vegna þess hafa áhuga á knattspyrnufélagi sem leikur í fimmtu efstu deild á Englandi.

Ryan Reynolds fær vel greitt fyrir að leika á hvíta tjaldinu og hefur ávaxtað féð en frá því hefur verið greint að hann hafi hagnast vel á ýmsum fjárfestingum. 

mbl.is