Gengið frá kaupunum

Frank Lampard.
Frank Lampard. AFP

Samkeppnin harðnar enn frekar í leikmannahópi Chelsea en gengið hefur verið frá kaupum félagsins á markverðinum Edouard Mendy frá Rennes í Frakklandi. 

Mendy er 28 ára gamall og er frá Senegal. Kaupverðið er talið vera um 28 milljónir punda. 

Markvörðurinn Kepa Arrizabalaga hefur verið gagnrýndur nokkuð fyrir sína frammistöðu og spurning hvor þeirra verður í framtíðaráætlunum knattspyrnustjórans Franks Lampard. 

mbl.is