Liverpool skoraði sjö og City vann

Divock Origi innsiglar sigur Liverpool á Lincoln í kvöld með …
Divock Origi innsiglar sigur Liverpool á Lincoln í kvöld með sjöunda markinu. AFP

Liverpool og Manchester City, keppinautarnir um enska meistaratitilinn í fótbolta undanfarin tvö ár, komust bæði í sextán liða úrslit deildabikarsins í kvöld en City er einmitt handhafi bikarsins frá því í fyrravetur.

Liverpool fór auðveldari leið og vann C-deildarlið Lincoln City stórt á útivelli, 7:2. Takumi Minamino og Curtis Jones skoruðu tvö mörk hvor, Xherdan Shaqiri, Marko Grujic og Divock Origi eitt hver. Staðan var 4:0 í hálfleik.

City þurfti að hafa meira fyrir því að vinna B-deildarlið Bournemouth á heimavelli, 2:1. Liam Delap kom City yfir, Sam Sturridge jafnaði, en Íslandsvinurinn Phil Foden skoraði sigurmark City á 75. mínútu.

Aston Villa vann góðan útisigur á Bristol City, 3:0, þar sem Anwar El-Ghazi og Bertrand Traoré skoruðu í fyrri hálfleik og Ollie Watkins í þeim síðari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert