Everton horfir til Mancester

Sergio Romero er eftirsóttur.
Sergio Romero er eftirsóttur. AFP

Carlo Ancelotti, þjálfari enska knattspyrnufélagsins Everton, íhugar nú alvarlega að fjárfesta í markverði áður en félagskiptaglugganum verður lokað í byrjun október.

Jordan Pickford er markvörður númer eitt hjá félaginu í dag en hann gerði sig sekan um tvö slæm mistök gegn WBA í leik Everton og WBA í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en leiknum lauk með 5:2-sigri Everton.

Pickford hefur verið reglulega gagnrýndur fyrir sína frammistöðu í gegnum tíðina en Sporstmail greinir frá því í dag að Ancelotti íhugi nú að leggja fram tilboð í Sergio Romero, markmvörð Manchester United.

Romero er varaskeifa á Old Trafford fyrir David de Gea en hann hefur leikið með Manchester United frá árinu 2015.

Romero verður samningslaus á Old Trafford næsta sumar og því gæti United verið tilbúinn að selja hann á meðan þeir fá eitthvað fyrir argentínska markvörðinn sem er 33 ára gamall.

mbl.is