Meiðslalistinn lengist hjá City

Gabriel Jesus verður frá keppni næstu vikurnar.
Gabriel Jesus verður frá keppni næstu vikurnar. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Gabriel Jesus mun ekki leika með Manchester City næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 3:1-sigri liðsins á Wolves í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn var. 

Sergio Agüero er sömuleiðis að glíma við meiðsli og verður hann væntanlega frá í sjö vikur til viðbótar. Er hinn 17 ára gamli Liam Delap eini meiðslalausi framherjinn í leikmannahópi City. 

Raheem Sterling getur spilað sem framherji og gæti hann leyst Jesus af hólmi er City mætir Leeds og Leicester í næstu leikjum. 

mbl.is