Einn af þessum dögum

Leandro Trossard.
Leandro Trossard. AFP

„Að tapa svona er versta tilfinning í heimi“ sagði grútsvekktur Leandro Trossard, leikmaður Brighton, eftir 3:2-tap gegn Manchester United í ótrúlegum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Bruno Fern­and­es skoraði sig­ur­markið úr víta­spyrnu eft­ir að Chris Kavanagh dóm­ari flautaði til leiks­loka á tí­undu mín­útu upp­bót­ar­tím­ans en vítaspyrnan var dæmd eftir skoðun myndbandsdómara. Brighton var töluvert sterkari aðilinn og skaut Trossard sjálfur boltanum þrisvar sinnum í stöngina.

„Þetta var einn af þessum dögum, við fengum fullt af færum en boltinn vildi ekki inn.“ sagði sóknarmaðurinn í viðtali við BT Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert