Fyrsti sigur United kom eftir lygilega dramatík

Bruno Fernandes skorar sigurmark Manchester United.
Bruno Fernandes skorar sigurmark Manchester United. AFP

Manchester United vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið heimsótti Brighton á Amex-völlinn í dag. Skoraði Bruno Fernandes sigurmarkið úr vítaspyrnu eftir að Chris Kavanagh dómari flautaði til leiksloka á tíundu mínútu uppbótartímans. 

Brighton var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komst verðskuldað yfir á 40. mínútu með marki Neal Maupay úr víti eftir að Bruno Fernandes felldi hann innan teigs. Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði United metin er Lewis Dunk varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og var staðan í hálfleik 1:1. 

United komst yfir á 55. mínútu er Marcus Rashford fór illa með varnarmenn Brighton og skoraði eftir sendingu frá Bruno Fernandes. Brighton tók við sér eftir markið og sótti nánast án afláts. Sú sókn bar loksins árangur þegar Solly March skallaði boltann í netið á fimmtu mínútu uppbótartímans. 

United brunaði í sókn hinum megin og fékk hornspyrnu. Út frá henni skallaði Harry Magurie boltann í höndina á Maupay. Chris Cavanagh sá ekki atvikið og flautaði leikinn af. Eftir smá ringulreið skoðaði dómarinn hins vegar myndbandsupptöku og dæmdi vítaspyrnu. Fernandes fór á punktinn og skoraði af öryggi og tryggði United dramatískan sigur. 

Brighton 2:3 Man. Utd opna loka
90. mín. Anthony Martial (Man. Utd) fer af velli Náði sér ekki á strik í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert