Gylfi og félagar í beinni á mbl.is

Gylfi Þór Sigurðsson á fullri ferð gegn Fleetwood í deildabikarnum …
Gylfi Þór Sigurðsson á fullri ferð gegn Fleetwood í deildabikarnum í vikunni. AFP

Crystal Palace og Everton mætast í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Selhurst Park í London klukkan 14 og hægt er að sjá leikinn í beinni útsendingu hér á mbl.is.

Útsendingin hefst kl. 13.30 með upphitun fyrir leikinn og er á sérvefnum Enski boltinn.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton hafa farið vel af stað og unnið tvo fyrstu leiki sína, Tottenham 1:0 á útivelli og WBA 5:2 á heimavelli.

Sama er að segja um Palace, undir stjórn Roy Hodgson en liðið er líka með sex stig eftir 1:0 heimasigur á Southampton og magnaðan 3:1 útisigur á Manchester United.

mbl.is