Mörkin: Chelsea slapp með skrekkinn í sex marka leik

Chel­sea bjargaði sér fyr­ir horn í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í dag. Liðið gerði 3:3-jafn­tefli gegn West Brom á Hawt­horns-vell­in­um eft­ir að hafa lent þrem­ur mörk­um und­ir í fyrri hálfleik. Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan.

Heima­menn hófu leik með lát­um. Call­um Robin­son kom þeim yfir strax á fjórðu mín­útu og bætti við marki á 25. mín­útu eft­ir aga­leg mis­tök Thiago Silva, sem var að spila sinn fyrsta leik fyr­ir Chel­sea, en varn­ar­maður­inn missti bolt­ann í öft­ustu línu. Staðan var svo 3:0 á 27. mín­útu er varn­ar­maður­inn Kyle Bartley skoraði á fjær­stöng­inni.

Gest­irn­ir færðu sig hins veg­ar upp á skaftið eft­ir hlé og sneru tafl­inu við. Ma­son Mount minnkaði mun­inn á 55. mín­útu með föstu skoti utan teigs og Call­um Hudson-Odoi bætti við marki inn­an teigs eft­ir lag­legt sam­spil við Kai Havertz. Tammy Abra­ham tryggði Chel­sea svo stigið er hann jafnaði met­in á þriðju mín­útu í upp­bót­ar´tima með skoti af stuttu færi í kjöl­far horn­spyrnu þar sem bolt­inn virt­ist fara í hönd Havertz en eft­ir at­hug­un mynd­bands­dóm­ara var markið dæmt gilt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert