Mörkin: Lygilegur fyrsti sigur Man. United

Manchester United vann sinn fyrsta leik á tíma­bil­inu í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta er liðið heim­sótti Bright­on á Amex-völl­inn í dag. Skoraði Bruno Fern­and­es sig­ur­markið úr víta­spyrnu eft­ir að Chris Kavanagh dóm­ari flautaði til leiks­loka á tí­undu mín­útu upp­bót­ar­tím­ans. Öll helstu atvik leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.

Bright­on var tölu­vert sterk­ari aðil­inn í fyrri hálfleik og komst verðskuldað yfir á 40. mín­útu með marki Neal Maupay úr víti eft­ir að Bruno Fern­and­es felldi hann inn­an teigs. Aðeins þrem­ur mín­út­um síðar jafnaði United met­in er Lew­is Dunk varð fyr­ir því óláni að skora sjálfs­mark og var staðan í hálfleik 1:1. 

United komst yfir á 55. mín­útu er Marcus Rash­ford fór illa með varn­ar­menn Bright­on og skoraði eft­ir send­ingu frá Bruno Fern­and­es. Bright­on tók við sér eft­ir markið og sótti nán­ast án af­láts. Sú sókn bar loks­ins ár­ang­ur þegar Solly March skallaði bolt­ann í netið á fimmtu mín­útu upp­bót­ar­tím­ans. 

United brunaði í sókn hinum meg­in og fékk horn­spyrnu. Út frá henni skallaði Harry Mag­urie bolt­ann í hönd­ina á Maupay. Chris Ca­vanagh sá ekki at­vikið og flautaði leik­inn af. Eft­ir smá ringul­reið skoðaði dóm­ar­inn hins veg­ar mynd­bands­upp­töku og dæmdi víta­spyrnu. Fern­and­es fór á punkt­inn og skoraði af ör­yggi og tryggði United drama­tísk­an sig­ur. 

mbl.is