Á ekki að sjást í ensku úrvalsdeildinni (myndskeið)

Bjarni Þór Viðarsson, Gylfi Einarsson og Tómas Þór Þórðarson ræddu leik Chelsea og West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í Vellinum á Símanum sport í kvöld. 

Nýliðar WBA gerðu sér lítið fyrir og komust í 3:0 í fyrri hálfleik. Chelsea gafst hins vegar ekki upp og jafnaði í þeim seinni og urðu lokatölur 3:3. 

Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is