Mörkin: Vítaspyrna í uppbótartíma (myndskeið)

Newcastle náði í stig gegn Tottenham í London í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar Callum Wilson jafnaði metin úr vítaspyrnu, 1:1, í uppbótartíma leiksins.

Allt stefndi í að mark Lucas Moura myndi færa Tottenham þrjú stig en svo varð ekki. Atburðarásina má sjá í meðfylgjandi myndskeiði en leikurinn var sýndur beint á Símanum Sport í dag.

mbl.is