Fyrstu leikirnir reyndu á

Jürgen Klopp gat leyft sér að brosa í kvöld.
Jürgen Klopp gat leyft sér að brosa í kvöld. AFP

„Fyrstu leikirnir á nýju keppnistímabili hafa reynt verulega á,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir sigurinn gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Þessi byrjun á tímabilinu hefur verið mjög erfið. Þegar ég sá leikjaniðurröðunina fyrir tímabilið þá hugsaði ég bara „wow.“ Leeds var erfiðasti andstæðingur sem hægt var að fá í fyrstu umferð og eftir það voru leikir gegn Chelsea á útivelli og Arsenal á heimavelli. Þetta var mjög erfitt en við unnum þá alla sem er gott,“ sagði Kopp en Liverpool sigraði 3:1. 

mbl.is