Meistararnir sterkari í stórslagnum

Sadio Mané jafnar í 1:1.
Sadio Mané jafnar í 1:1. AFP

Englandsmeistarar Liverpool eru enn með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 3:1-sigur á Arsenal á heimavelli í kvöld. Var sigurinn algjörlega verðskuldaður. 

Liverpool byrjaði töluvert betur og sótti nánast án afláts fyrstu mínúturnar. Það kom því algjörlega gegn gangi leiksins þegar Alexander Lacazette kom Arsenal yfir á 25. mínútu þegar hann nýtti sér mistök Andy Robertson í vörn Liverpool. 

Liverpool hélt áfram að sækja og jafnaði strax á 28. mínútu með marki Sadio Mané eftir að Bernd Leno í marki Arsenal varði frá Mo Salah. Liverpool komst svo yfir á 34. mínútu þegar Roberton bætti upp fyrir markið sem hann gaf og kláraði einn gegn Leno eftir fyrirgjöf Alexander-Arnold og var staðan í hálfleik 2:1, Liverpool í vil. 

Liverpool var áfram miklu meira með boltann í seinni hálfleik en Arsenal fékk fín færi úr skyndisóknum og þá aðallega Lacazette en Alisson stóð vaktina vel í markinu og varði frá honum. 

Portúgalinn Diogo Jota, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool, gulltryggði 3:1-sigur Liverpool með huggulegu marki tveimur mínútum fyrir leikslok og þar við sat. 

Liverpool 3:1 Arsenal opna loka
90. mín. Roberto Firmino (Liverpool) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert