Lykilmenn Liverpool tæpir fyrir stórleikinn

Thiago er tæpur fyrir stórleikinn í kvöld gegn Arsenal.
Thiago er tæpur fyrir stórleikinn í kvöld gegn Arsenal. AFP

Liverpool tekur á móti Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Anfield í Liverpool í kvöld.

Bæði lið hafa byrjað tímabilið fullkomlega en Liverpool er með 6 stig eftir tvo sigra gegn Leeds og Chelsea á meðan Arsenal hefur lagt Fulham og West Ham.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, staðfesti á blaðamannafundi í í gær að bæði markvörðurinn Alisson og miðjumaðurinn Thiago væru tæpir fyrir leikinn vegna meiðsla.

Þetta er áfall fyrir Liverpool en báðir leikmenn eru mikilvægir hlekkir í liðinu.

Þá mun fyrirliðinn Jordan Henderson missa af leiknum á Anfied vegna meiðsla og þeir Joel Matip og Joe Gomez, miðverðir liðsins, eru báðir tæpir vegna meiðsla.

mbl.is