Skákaði Pep Guardiola (myndskeið)

Leicester gerði sér lítið fyrir og vann 5:2-sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. 

Tómas Þór Þórðarson, Gylfi Einarsson og Bjarni Þór Viðarsson ræddu um leikinn í Vellinum á Símanum sport. 

Voru þeir afar hrifnir af Leicester-liðinu og hrósuðu því og stjóranum Brendan Rodgers og hans kaupum. 

Innslagið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is