Nýr leikmaður Liverpool með veiruna

Thiago Alcantara er með kórónuveiruna.
Thiago Alcantara er með kórónuveiruna. AFP

Spænski knattspyrnumaðurinn Thiago Alcantara er með kórónuveiruna. Hefur hann fundið fyrir minniháttar einkennum en er á batavegi að sögn Liverpool. Thiago gekk í raðir Englandsmeistara Liverpool frá Bayern München á dögunum. 

Hinn 29 ára gamli Thiago var ekki með Liverpool gegn Arsenal í gærkvöldi. Verður hann í einangrun næstu daga samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar. 

„Við höfum fylgt öllum reglum og Thiago er í lagi. Hann verður í einangrun næstu daga og er í lagi. Vonandi verður hann aftur með okkur fljótlega,“ sagði Jim Moxon læknir Liverpool í samtali sem birt var á heimasíðu félagsins. 

mbl.is