Refsað fyrir ævintýrið á Íslandi

Mason Greenwood og Phil Foden brutu íslenskar sóttvarnareglur.
Mason Greenwood og Phil Foden brutu íslenskar sóttvarnareglur. AFP

Ma­son Greenwood og Phil Fod­en, leik­menn enska landsliðsins í knatt­spyrnu, gerðust sek­ir um brot á ís­lensk­um sótt­varn­a­regl­um á dög­un­um þegar þeir fengu tvær ís­lensk­ar stúlk­ur í heim­sókn til sín á Hót­el Sögu á meðan þeir dvöldu hér á landi.

Greenwood og Fod­en voru báðir í enska landsliðshópn­um sem vann 1:0-sig­ur gegn Íslandi á Laug­ar­dals­velli í Þjóðadeild UEFA fyrr í mánuðinum.

Sky Sports greinir frá því að hvorugur þeirra verði í landsliðshóp Englands sem mætir Wales í vináttuleik og Belgíu og Danmörku í Þjóðadeildinni. Segir Sky að Southgate vilji ekki senda röng skilaboð til leikmanna í hópnum með að velja Foden og Greenwood á nýjan leik. 

Harry Maguire, sem var handtekinn á Grikklandi skömmu fyrir leikinn gegn Íslandi, snýr hins vegar aftur í hópinn.

mbl.is