Þjálfari Tottenham í bann og sektaður

Nuno Santos rífst við dómara eftir leikinn.
Nuno Santos rífst við dómara eftir leikinn. AFP

Nuno Santos markvarðaþjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham var í dag úrskurðaður í eins leiks bann og sektaður um 8.000 pund, tæplega 1,5 milljónir króna, vegna hegðun sinnar eftir 1:1-jafntefli liðsins við Newcastle á sunnudaginn var. 

Santos fékk rautt spjald í leikslok fyrir mótmæli, en liðsmenn Tottenham voru æfir vegna vítaspyrnu sem Newcastle fékk í uppbótartíma og Callum Wilson skoraði sigurmarkið úr. Santos viðurkenndi brot sitt eftir kæru enska knattspyrnusambandsins. 

José Mourinho knattspyrnustjóri Tottenham fór beint í búningsklefa eftir leik og vildi ekki ræða um atvikið í fjölmiðlum. Viðurkenndi Mourinho að hann yrði eflaust sektaður ef hann myndi láta skoðun sína í ljós. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert