Þrír leikmenn Everton meiddust í kvöld

Allan í leiknum gegn West Ham í kvöld.
Allan í leiknum gegn West Ham í kvöld. AFP

Stórsigur Everton á West Ham í kvöld, 4:1 í enska deildabikarnum í knattspyrnu, kann að reynast dýrkeyptur því þrír leikmenn liðsins meiddust í leiknum.

Allan fer meiddur af velli.
Allan fer meiddur af velli. AFP

Miðjumaðurinn Allan fór af velli vegna nárameiðsla og líklega eru það svipuð meiðsli sem hrjá varnarmanninn Jonjoe Kenny. Þá tognaði framherjinn öflugi Richarlison á ökkla.

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri sagði að meiðslin hjá Richarlison væru ekki slæm og hann væri líklegur til að gera spilað um næstu helgi en tvísýnna væri með Allan og Kenny.

Everton hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og tekur á móti Brighton í fjórðu umferðinni á morgun.

mbl.is