United á eftir leikmanni Barcelona

Ousmane Dembélé í leik með Barcelona á dögunum.
Ousmane Dembélé í leik með Barcelona á dögunum. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur hafið viðræður við forráðamenn knattspyrnuliðs Barcelona á Spáni um kaup á Ousmane Dembélé, sóknarmanni liðsins, en það er Sportsmail sem greinir frá þessu.

United hefur verið á sterklega orðað við Jadon Sancho, sóknarmann Borussia Dortmund, í allan vetur en Dortmund er ekki tilbúið að selja einn sinn besta leikmann fyrir minna en 120 milljónir punda.

United hefur lagt fram nokkur tilboð í leikmanninn í sumar sem hefur öllum verið og hefur félagið nú snúið sér að öðrum valkostum samkvæmt fréttum frá Englandi.

Dembélé, sem er 23 ára gamall, gekk til liðs við Barcelona frá Dortmund sumarið 2017 en hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans.

Hann er samningsbundinn Barcelona til sumarsins 2022 og Barcelona er sagt tilbúið að selja hann núna fyrir 50 milljónir punda til þess eins að losna við hann af launaskrá.

Dembélé byrjaði aðeins þrjá leiki í spænsku 1. deildinni á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði eitt mark en tímabilið 2018-19 kom hann við sögu í 29 leikjum þar sem hann skoraði átta mörk og lagði upp önnur fimm.

mbl.is