Berbatov orðlaus eftir stórtap United

„Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Dimitar Berbatov í samtali við þá Tómas Þór Þórðarson og Bjarna Þór Viðarsson eftir að Tottenham rasskellti Manchester United á Old Trafford, 6:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Eins og margir eflaust muna eftir, þá spilaði Berbatov með báðum þessum liðum á árunum 2006 til 2012 og varð meðal annars enskur meistari með United tvisvar. „Hið góða fyrir United var búið eftir eina mínútu, eftir það var þetta niður á við,“ bætti Búlgarinn við og reyndi með herkjum að útskýra hvað gerðist í þessum ótrúlega leik.

„Ég hef sjálfur tapað svona illa,“ sagði Berbatov svo en hann var hluti af liði United sem tapaði eftirminnilega 6:1 á Old Trafford gegn nágrönnunum í Manchester City árið 2011. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert