Berbatov: United á erfitt tímabil fyrir höndum

Dimitar Berbatov, sem gerði garðinn frægan með bæði Tottenham og Manchester United á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni, ræddi sín gömlu félög í viðtali við þá Tómas Þór Þórðarson og Bjarna Þór Viðarson á Símanum Sport í dag.

Manchester United og Tottenham eru að spila á Old Trafford í dag en Búlgarinn gekk til liðs við Tottenham árið 2006 og færði sig svo um set til Manchester tveimur árum síðar. „Þetta er maraþon, ekki spretthlaup. Fyrir mér er Manchester United enn eitt stærsta félag í heimi og vonandi getur það brátt barist um titilinn aftur. Ég held hins vegar að þetta tímabil eigi eftir að reynast þeim erfitt,“ sagði Berbatov meðal annars í skemmtilegu spjalli við þá félaga en það má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert