Tottenham valtaði yfir United á Old Trafford

Heung-Min Son kemur Tottenham í 2:1.
Heung-Min Son kemur Tottenham í 2:1. AFP

Tottenham gerði sér lítið fyrir og vann 6:1-sigur á Manchester United er liðin mættust á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Ótrúlegt en satt þá byrjaði United betur og fékk vítaspyrnu eftir aðeins 30 sekúndur sem Buno Fernandes skoraði úr. Eftir það var leikurinn eign Tottenham-manna. 

Tanguy Ndombélé jafnaði strax á 4. mínútu og þemur mínútum síðar var Heung-Min Son búinn að koma Tottenham yfir. Vendipunkturinn kom svo á 29. mínútu þegar Anthony Martial fékk beint rautt spjald fyrir að slá laust til Ériks Lamela. Varð eftirleikurinn auðveldur fyrir Tottenham. 

Harry Kane bætti við þriðja markinu á 31. mínútu og Son skoraði sitt annað mark og fjórða mark Tottenham á 37. mínútu og var staðan í hálfleik 4:1, Tottenham í vil. 

Gestirnir slökuðu lítið á í seinni hálfleik og Serge Aurier bætti við fimmta markinu á 51. mínútu og Kane skoraði sitt annað mark úr víti á 79. mínútu eftir að Ben Davies var felldur innan teigs.

Lítið markvert gerðist á síðustu tíu mínútunum og Tottenham fagnaði ótrúlegum sigri.  

Anthony Martial fær rauða spjaldið.
Anthony Martial fær rauða spjaldið. AFP
Man. Utd 1:6 Tottenham opna loka
90. mín. Leik lokið Mourinho fer á gamla heimavöllinn og rasskellir Manchester United. Ótrúlegur leikur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert