Vill skora fyrir stuðningsmennina

Edison Cavani
Edison Cavani AFP

Knattspyrnumaðurinn Edison Cavani bíður spenntur eftir því að þreyta frumraun sína með Manchester United en hann samdi við enska stórliðið á lokadegi félagsskiptagluggans eftir að hafa verið án samnings.

Cavani er sem stendur í sóttkví og getur ekki tekið þátt í leik United gegn Newcastle 17. október en verður væntanlega klár í slaginn eftir það. Úrúgvæinn, sem áður spilaði með franska stórliðinu PSG, hefur þó verið að ræða við sjónvarpsstöð United, MUTV.

„Ég vona að ég geti skorað fullt af mörkum fyrir þetta félag, það er stefnan. Ég kem hingað fullur af hungri og vilja til að leggja hart að mér,“ sagði Cavani í viðtalinu en þessi 33 ára framherji lék alls 301 leik fyr­ir PSG í öll­um keppn­um, skoraði í þeim 200 mörk, ásamt því að leggja upp 43 mörk fyr­ir liðsfé­laga sína.

„Ég veit að ég get skorað og ég vil gera það fyrir stuðningsmennina. Ég get ekki beðið eftir að mæta á æfingar, síðan get ég byrjað að skora og við getum notið þess saman.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert