De Bruyne kemur ekki til Íslands

Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne. AFP

Belgíski landsliðsmaðurinn Kevin De Bruyne er ekki á leið til Íslands eins og fyrirhugað var en Ísland og Belgía mætast á Laugardalsvelli á miðvikudaginn í Þjóðadeild UEFA. 

De Bruyne bað um skiptingu í leiknum gegn Englendingum í gær og samkvæmt fréttum úr herbúðum Belga er De Bruyne sagður vera of illa á sig kominn til að spila á miðvikudag. 

Sport Illustrated greindi frá þessu í kvöld en ekki var farið nánar út í þá sálma en fullyrt að leikmaðurinn sé alla vega kominn aftur til Manchester en hann leikur fyrir City.

Þar af leiðandi er ekki ljóst hvort De Bruyne sé meiddur eða tæpur en landsliðsþjálfari Belga, Roberto Martinez, gerði ekki of mikið úr málinu eftir leikinn gegn Englandi. 

mbl.is