Lét öllum illum látum í hálfleik

Bruno Fernandes ræðir við Ole Gunnar Solskjær í leiknum umrædda.
Bruno Fernandes ræðir við Ole Gunnar Solskjær í leiknum umrædda. AFP

Bruno Fernandes, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, var tekinn af velli í hálfleik þegar Manchester United tapaði 6:1-fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í Manchester hinn 4. október síðastliðin

Tottenham leiddi með fjórum mörkum gegn einu í hálfleik en Anthony Martial, framherji United, fékk að líta beint rautt spjald á 28. mínútu og leikmenn United því manni færri það sem eftir lifði leiks.

Fernandes fór af velli fyrir Scott McTominay í hálfleik og hafa enskir fjölmiðlar fjallað mikið um skiptingu.

Mirror segir að Fernandes hafi látið öllum illum látum í klefanum í hálfleik og gagnrýnt liðsfélaga sína, sér í lagi varnarmenn liðsins, fyrir þeirra frammistöðu.

Þá greinir miðillinn einnig frá því að hann hafi látið Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins, heyra það líka fyrir að spila vitlausa taktík en að sögn heimildarmanns blaðsins, sem er starfsmaður United, var mikil óeining í klefanum í hálfleik.

mbl.is