Gerrard stjórnaði ferðinni gegn Everton (myndskeið)

Everton tekur á móti Liverpool í nágrannaslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á morgun  klukkan 11:30.

Everton er með fullt hús stiga eða 12 stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í efsta sæti deildarinnar en Liverpool er með níu stig í fimmta sætinu.

Leon Osman er uppalinn hjá Everton og lék með liðinu frá allan sinn feril eða sextán ár.

„Rígurinn sem ríkir á milli þessara tveggja félaga er öðruvísi en annarsstaðar,“ sagði Osman.

„Það er erfitt að útskýra hversu miklu máli þessir leikir skipta mann og auðvitað stuðningsmennina sem lifa fyrir félögin.

Þetta er klárlega leikirnir sem maður leitaði sérstaklega að þegar leikjadagskráin birtist í upphafi tímabilsins,“ bætti Osman við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert