Liverpool lánar þann yngsta

Harvey Elliott
Harvey Elliott AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur lánað miðjumanninn Harvey Elliott til Blackburn í ensku B-deildinni. Elliott, sem er 17 ára, kom til Liverpool frá Fulham á síðasta ári. 

Elliott er yngsti leikmaðurinn í sögu Liverpool en hann var aðeins 16 ára og 5 mánaða gamall er hann lék sinn fyrsta leik með liðinu. 

Ætlaði Liveprool upprunalega ekki að lána Elliott en eftir að liðið féll úr leik í enska deildabikarnum og ekki tókst að selja Xherdan Shaqiri varð ljóst að tækifæri leikmannsins með aðalliðinu yrðu af afar skornum skammti. 

mbl.is