Markaregn og markaleysi (myndskeið)

Erkifjendurnir í Everton og Liverpool eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun klukkan 11:30. Verður leikurinn í beinni útsendingu á Símanum sport. 

Leikir liðanna í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð voru afar ólíkir. Liverpool vann 5:2-sigur á Everton á Anfield þann 4. desember síðastliðinn. Skoraði Divock Origi tvö mörk fyrir Liverpool. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton. 

Leikur liðanna á Goodison Park þann 21. júní síðastliðinn var öllu rólegri og lauk með 0:0-jafntefli. Þá lék Gylfi síðasta hálftímann en það verður spennandi að sjá hvort Gylfi verði í byrjunarliðinu á morgun. 

Svipmyndir úr leikjum Everton og Liverpool frá því á síðustu leiktíð má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is