Spáir sigri Arsenal gegn City (myndskeið)

Manchester City og Arsenal eigast við í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Etihad-vellinum í Manchester klukkan 16:30 á morgun.

City hefur haft fínt tak á Arsenal og unnið sex síðustu deildarleiki liðanna með markatölunni 17:2. Þrátt fyrir það býst fyrrverandi landsliðsframherji Englendinga Ian Wright við sigri Arsenal. 

Þess má geta að Wright er stuðningsmaður Arsenal og lék um tíma með liðinu við afar góðan orðstír. 

Innslagið um leikinn hjá Wright má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is