Tottenham bætir við varnarmanni

Joe Rodon er orðinn leikmaður Tottenham.
Joe Rodon er orðinn leikmaður Tottenham. Ljósmynd/Tottenham

Enska úrvalsfélagið Tottenham hefur gengið frá kaupum á varnarmanninum Joe Rodon frá Swansea í B-deildinni. Er kaupverðið um 15 milljónir punda. 

Rodon, sem er landsliðsmaður Wales, er uppalinn hjá Swansea og hefur alla tíð leikið með liðinu en hann er 22 ára miðvörður. 

Rodon hefur alls leikið 52 leiki með Swansea í B-deildinni og þá á hann sjö landsleiki að baki fyrir A-landslið Wales. Kom sá síðasti gegn Búlgaríu í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn var. 

mbl.is