West Ham styrkir sig með landsliðsmanni

Said Benrahma er orðinn leikmaður West Ham.
Said Benrahma er orðinn leikmaður West Ham. Ljósmynd/West Ham

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur gengið frá lánssamningi við Said Benrahma frá Brentford í B-deildinni. Getur West Ham keypt sóknarmanninn á 21 milljón punda eftir leiktíðina. 

West Ham greiðir um fjórar milljónir punda fyrir lánssamninginn. Ætlaði West Ham upprunalega að kaupa Benrahma en forráðamenn félagsins höfðu áhyggjur af einhverju sem kom í ljós í læknisskoðun leikmannsins, en West Ham hefur ekki gefið nánar út hvað það var. 

Benrahma var einn besti leikmaður B-deildarinnar á síðustu leiktíð og skoraði 17 mörk í 46 leikjum með Brentford. Fór liðið alla leið í úrslit umspilsins en tapaði að lokum fyrir Fulham, 1:2. 

Hefur hann leikið fjóra landsleiki með Alsír, en hann lék með Nice í Frakklandi áður en hann hélt til Brentford. West Ham er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir fjóra leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert