Evrópumeistari í vandræðum

Steve Finnan í leik með Liverpool árið 2008.
Steve Finnan í leik með Liverpool árið 2008. AFP

Steve Finnan, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er í miklum fjárhagsvandræðum þessa dagana.

Finnan, sem er orðinn 44 ára gamall, er írskur en hann lék með Liverpool frá 2003 til ársins 2008.

Hann varð Evrópumeistari með Liverpool í Istanbúl árið 2005 en hann reynir nú að selja verðlaunapening sinn úr úrslitaleiknum samkvæmt enska miðlinum Mirror.

Finnan lék alls 217 leiki fyrir Liverpool í öllum keppnum en ásamt verðlaunapeningnum er Finnan einnig að selja gamlar treyjur sem og aðra verðlaunapeninga.

Finnan varð einu sinni Evrópumeistari með Liverpool og einu sinni bikarmeistari.

Þá lék hann 53 landsleiki fyrir Írland þar sem hann skoraði tvö mörk en hann ólst upp hjá Wimbledon.

mbl.is