Gylfi á bekknum í stórleiknum

Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á bekknum í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á bekknum í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er á meðal varamanna Everton en liðið fær Liverpool í heimsókn í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnuy á Goodison Park í Liverpool í dag.

Evert­on - Li­verpool kl. 11:30, bein lýs­ing

Allan, Abdoulaye Doucouré og André Gomes eru á miðsvæðinu í dag og þá er James Rodríguez á kantinum.

Gylfi Þór hefur ekki átt fast sæti í liði Everton á tímabilinu en hann hefur byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni til þessa  og þrívegis komið inn á sem varamaður.

Everton hefur byrjað tímabilið frábærlega en liðið er með fullt hús stiga eða 12 stig í efsta sæti deildarinnar eftir fyrstu fjóra leiki sína.

Englandsmeistarar Liverpool eru hins vegar í fimmta sæti deildarinnar með 9 stig eftir fjóra leiki.

mbl.is