Hrósar Arteta í hástert

Raheem Sterling og Mikel Arteta unnu saman hjá Arsenal frá …
Raheem Sterling og Mikel Arteta unnu saman hjá Arsenal frá 2016 til ársins 2019. AFP

Raheem Sterling, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, hefur hrósað Mikel Arteta, stjóra Arsenal, fyrir leik liðanna í dag.

City tekur á móti Arsenal á heimavelli sínum Etihad-vellinum í Manchester í dag klukkan 16:30 að íslenskum tíma en City er í fjórtánda sæti deildarinnar með 4 stig á meðan Arsenal er í fjórða sætinu með 9 stig.

Arteta og Sterling þekkjast vel en Spánverjinn var aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá City frá 2016 til ársins 2019 áður en hann tók við Arsenal á síðasta ári.

„Arteta hafði mikil áhrif á lið City þegar hann var hérna,“ sagði Sterling í samtali við enska fjölmiðla fyrir leikinn.

„Hann fékk mikið traust og fékk að koma með sínar hugmyndir og áherslur. Ég vissi að þegar hann tók við Arsenal að hann yrði fljótur að koma inn með sína hugmyndafræði.

Hann vill að leikmenn sínir hlaupi mikið og ef þeir gera það ekki lætur hann menn vita af því.

Arteta er frábær manneskja og stjóri sem nær því besta út úr sínum leikmönnum,“ bætti Sterling við.

mbl.is