Mörkin: Dramatískt sex marka jafntefli

Chelsea og Southampton mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og úr varð mikill markaleikur, en lokatölur urðu 3:3. 

Timo Werner skoraði tvívegis fyrir Chelsea en það dugði skammt þar sem Daninn Jannik Vestergaard jafnaði fyrir Southampton í uppbótartíma. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is