Sex marka veisla í London

Jannik Vestergaard fagnar jöfunarmarki sínu gegn Chelsea í dag.
Jannik Vestergaard fagnar jöfunarmarki sínu gegn Chelsea í dag. AFP

Timo Werner skoraði tvívegis fyrir Chelsea þegar liðið fékk Southampton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í London í dag.

Leiknum lauk með 3:3-jafntefli en það var Daninn Jannik Vestergaard sem tryggði Southampton jafntefli með marki í uppbótartíma.

Timo Werner kom Chelsea yfir á 15. mínútu og hann bætti við öðru marki sínu og Chelsea á 29. mínútu.

Danny Ings minnkaði muninn fyrir Southampton undir lok fyrri hálfleiks áður en Che Adams jafnaði metin fyrir Southampton á 57. mínútu.

Havertz skoraði þriðja mark Chelsea tveimur mínútum síðar áður en Vestergaard jafnaði metin með skalla í uppbótartíma.

Chelsea er með 8 stig í sjötta sæti deildarinnar en Southampton er í tíunda sætinu með 7 stig.

mbl.is