United með sýningu á lokakaflanum

Aaron Wan-Bissaka sækir að Allan Saint-Maximin í kvöld.
Aaron Wan-Bissaka sækir að Allan Saint-Maximin í kvöld. AFP

Manchester United vann í kvöld sinn annan sigur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á leiktíðinni er liðið heimsótti Newcastle. Urðu lokatölur á St James' Park 4:1. 

Var um sannkallaða martraðarbyrjun hjá Manchester United að ræða þar sem Luke Shaw skoraði sjálfsmark eftir aðeins tveggja mínútna leik. 

Eftir það tók United völdin og Harry Maguire jafnaði á 23. mínútu með skalla eftir hornspyrnu og voru hálfleikstölur 1:1. United fékk gott tækifæri til að komast yfir á 58. mínútu en Karl Darlow í marki Newcastle varði víti frá Bruno Fernandes. 

Það kom ekki að sök fyrir Manchester-liðið því Fernendes bætti upp fyrir klúðrið á punktinum með því að koma gestunum í 2:1 á 86. mínútu. Sú staða breyttist í 3:1 á 90. mínútu ar Aaron Wan-Bissaka skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum og Rashford bætti við fjórða markinu á sjöttu mínútu uppbótartímans og þar við sat. 

Newcastle er í ellefta sæti með sjö stig og Manchester United í fjórtánda sæti með sex stig. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Newcastle 1:4 Man. Utd opna loka
90. mín. Aaron Wan-Bissaka (Man. Utd) skorar 1:3 - United heldur boltanum heillengi og að lokum kemst Wan-Bissaka inn í teig og hann neglir boltanum í netið á nærstöngina. Glæsilega klárað.
mbl.is