Fyrstu stigin í hús

Billy Sharp tryggði Sheffield United jafntefli gegn Fulham í dag.
Billy Sharp tryggði Sheffield United jafntefli gegn Fulham í dag. AFP

Sheffield United og Fulham fengu sín fyrstu stig í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðin mættust á Bramall Lane í Sheffield í dag.

Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Aleksander Mitrovic brenndi af vítaspyrnu fyrir Fulham á 57. mínútu.

Ademola Lookman kom Fulham yfir á 77. mínútu áður en Billy Sharp jafnaði metin fyrir Sheffield með marki úr vítaspyrnu á 85. mínútu.

Sheffield er með 1 stig í sautjánda sæti deildarinnar á meðan Fulham er með 1 stig í nítjánda sætinu en bæði lið höfðu tapað fyrstu fjórum leikjum sínum í upphafi tímabilsins.

mbl.is