Messi til Englands í janúar?

Lionel Messi er orðaður við brottför frá Barcelona.
Lionel Messi er orðaður við brottför frá Barcelona. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester City ætlar að leggja fram tilboð í Lionel Messi, sóknarmann Barcelona, í janúar en það eru ensku götublöðin sem greina frá þessu.

Messi var sterklega orðaður við brottför frá Barcelona í allt sumar en hann bað um sölu frá félaginu þar sem hann var ósáttur við forráðamenn félagsins.

Messi er með uppsagnarákvæði í samningi sínum sem virkjast eftir hvert tímabil en Deportivo Mundo segir að leikmaðurinn sé staðráðinn í að yfirgefa félagið næsta sumar.

Mirror segir að Manchester City ætli að bjóða 15 milljónir punda í leikmanninn í janúar en Messi er orðinn 33 ára gamall og hefur leikið með Barcelona allan sinn feril.

Messi hefur byrjað tímabilið rólega á Spáni og skorað eitt mark í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins í spænsku 1. deildinni en liðið er með sjö stig í níunda sæti deildarinnar eftir fyrstu fjóra leiki sína.

mbl.is