Mjög ánægður með VAR

Carlo Ancelotti var sáttur með sína menn í gær.
Carlo Ancelotti var sáttur með sína menn í gær. AFP

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, var sáttur eftir 2:2-jafntefli liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park í Liverpool í gær.

Everton lenti tvívegis undir í leiknum en þeir Michael Keane og Calvert-Lewin sáu um að jafna metin fyrir bláliða í leiknum en sigurmark Jordans Hendersons í uppbótartíma var dæmt af vegna rangstöðu.

Ancelotti var ánægður með að VAR skyldi dæma sigurmark Liverpool af í uppbótartíma.

„VAR skoðar öll mörk og þeir þurfa að taka ákvarðanir,“ sagði Ítalinn í samtali við enska fjölmiðla í leikslok.

„Þetta er nokkuð sem við stjórarnir höfum enga stjórn á og ég get vel skilið að Jürgen hafi verið pirraður.

Á sama tíma var ég mjög ánægður! Þegar hann skoraði vonaði ég að hann væri rangstæður og það gekk eftir.

Mér fannst hann rangstæður allan tímann og ég er mjög ánægður með VAR,“ bætti Ancelotti við.

mbl.is