Tap í fyrsta leik og ætlar ekki að halda áfram

Paul Scholes hefur ekki áhuga á að starfa lengi sem …
Paul Scholes hefur ekki áhuga á að starfa lengi sem knattspyrnustjóri. Reuters

Paul Scholes ætlar ekki að starfa sem knattspyrnustjóri enska félagsins Salford City til frambúðar en hann stýrði liðinu í gær þegar það tapaði 1:0 fyrir Port Vale í ensku D-deildinni.

Graham Alexander var rekinn í vikunni úr starfi knattspyrnustjóra Salford þrátt fyrir að liðið væri ósigrað í fyrstu fimm umferðunum.

Scholes er meðal eigenda Salford ásamt gömlum liðsfélögum úr Manchester United. Hann sagði eftir leikinn að það stæði alls ekki til að hann yrði með liðið til lengri tíma. „Það er allt í fína að vera með liðið núna en við þurfum að finna einhvern reyndan stjóra og því fyrr sem við gerum það, því betra,“ sagði Scholes sem kvaðst reikna með því að stýra liðinu í a.m.k. einum leik í viðbót.

mbl.is