Villa með fullt hús eftir sigurmark í lokin

Leikmenn Aston Villa fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Aston Villa fagna sigurmarkinu. AFP

Aston Villa er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1:0-útisigur á Leicester í kvöld. Ross Barkley, lánsmaður frá Chelsea, skoraði sigurmarkið með skoti af löngu færi í uppbótartíma. 

Var staðan eftir jafnan fyrri hálfleik markalaus og lítið um færi. Leikurinn lifnaði aðeins við í seinni hálfleik og virtist Leicester líklegra liðið til að skora sigurmarkið. Það kom hins vegar hinum megin þegar Barkley skoraði með hnitmiðuðu skoti eftir sendingu Josh McGinn. 

Villa er í öðru sæti með tólf stig eftir fjóra leiki og Leicester í fjórða sæti með níu stig eftir fimm leiki. Vann Villa 7:2-sigur á Liverpool í síðustu umferð og er ljóst að þar á bæ eru menn stórhuga eftir að hafa rétt sloppið við fall á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert