Vorum með leikinn í vasanum

José Mourinho kemur skilaboðum áleiðis í dag.
José Mourinho kemur skilaboðum áleiðis í dag. AFP

„Ég verð að skoða seinni hálfleikinn en ég vil hrósa trúnni sem West Ham hafði þrátt fyrir slæma stöðu,“ sagði José Mourinho knattspyrnustjóri Tottenham í samtali við BBC eftir 3:3-jafntefli lærisveina sinna gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 

Tottenham komst í 3:0 á fyrstu 16 mínútunum en West Ham skoraði þrjú á síðustu tíu mínútunum og tryggði sér ótrúlegt 3:3-jafntefli. „Við áttum ekki meira skilið ef við gátum ekki haldið þriggja marka forystu,“ sagði Portúgalinn og hélt áfram. 

„Harry Kane var nálægt því að skora og Gareth Bale gat drepið leikinn. Við vorum með algjöra stjórn á leiknum þegar þeir skora fyrsta markið og þú jókst trúin þeirra. Mínir menn voru ekki nægilega sterkir andlega og við endum á að tapa tveimur stigum. Við vorum með þennan leik í vasanum en töpum tveimur stigum,“ sagði Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert