Batakveðjunum rignir yfir Van Dijk

Virgil van Dijk er vinsæll í klefanum hjá Liverpool.
Virgil van Dijk er vinsæll í klefanum hjá Liverpool. AFP

Virgil van Dijk, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, meiddist illa á hné í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park í Liverpool á laugardaginn síðasta.

Van Dijk lenti í samstuði við Jordan Pickford, markvörð Everton, með þeim afleiðingum að hann skaddaði liðbönd í hné.

Hollenski varnarmaðurinn þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna og verður hann frá í nokkra mánuði hið minnsta og jafnvel út tímabilið.

Van Dijk er mikill leiðtogi í Liverpool-liðinu en hann gekk til liðs við félagið frá Southampton í janúar 2018 fyrir 75 milljónir punda.

Liðsfélagar hans hafa verið duglegir að senda honum baráttukveðjur á samfélagsmiðlum og ljóst að þeir munu sakna hans mikið á knattspyrnuvellinum.

View this post on Instagram

Courage big man ❤️ Come back soon and stronger!!

A post shared by Sadio Mane (@sadiomaneofficiel) on Oct 18, 2020 at 1:23pm PDT

View this post on Instagram

I wish you a speedy recovery big man

A post shared by Mohamed Salah (@mosalah) on Oct 18, 2020 at 10:44am PDT

View this post on Instagram

Hopefully see this smile back on your face soon my friend! We are with you every step of the way brother ❤️

A post shared by Andrew Robertson (@andyrobertson94) on Oct 18, 2020 at 12:03pm PDT







mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert