Vinna mun færri leiki án Van Dijks

Virgil van Dijk er á meðal mikilvægustu leikmanna Liverpool.
Virgil van Dijk er á meðal mikilvægustu leikmanna Liverpool. AFP

Virgil van Dijk, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, verður frá næstu mánuðina vegna meiðsla en hann er með skaddað liðband í hné og þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna.

Van Dijk fór meiddur af velli snemma leiks í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park í Liverpool um síðustu helgi en hann lenti í slæmu samstuði við Jordan Pickford, markvörð Everton.

Van Dijk, sem er 29 ára gamall, gekk til liðs við Liverpool frá Southampton í janúar 2018 og hefur stimplað sig inn sem einn af bestu varnarmönnum heims.

Frá því að hann kom til Liverpool hefur liðið orðið Evrópumeistari, Englandsmeistari og heimsmeistari félagsliða en það er ljóst að liðið mun sakna hans mikið.

Van Dijk hefur spilað nánast alla leiki liðsins frá því í janúar 2018 en hann hefur þó fengið hvíld inn á milli þegar hans hefur ekki verið þörf.

Það er mikill munur á liðinu þegar Van Dijk er ekki inn á vellinum en án Van Dijk er Liverpool aðeins með 46% sigurhlutfall, gegn 70% sigurhlutfalli með Van Dijk inn á.

Þá fær liðið mun minna af mörkum á sig þegar Van Dijk spilar en hann er sá miðvörður í ensku úrvalsdeildinni sem hefur oftast haldið hreinu frá því hann kom til Liverpool í ársbyrjun 2018.

Þá er hann einnig í fyrsta sæti yfir þá varnarmenn sem hafa flest einvígi á vellinum og í öðru fæsit yfir flest unnin skallaeinvígi. 

Ljósmynd/Twitter
Ljósmynd/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert