Fær ekki að dæma um helgina

David Coote fær ekki að dæma um helgina.
David Coote fær ekki að dæma um helgina. AFP

Knattspyrnudómarinn David Coote fær ekki að dæma í ensku úrvalsdeildinni um helgina en hann verður fjórði dómara í leik West Ham og Manchester City í London.

Þetta er í fyrsta sinn sem enska úrvalsdeildin hófst þar sem Coote verður ekki annaðhvort með flautuna í ensku úrvalsdeildinni eða aðaldómari í VAR-herberginu í Stockley Park.

Coote var VAR-dómari í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en mikillar óánægju gætir á meðal stuðningsmanna Liverpool með störf dómarans.

Dómarinn ákvað að reka ekki Jordan Pickford af velli eftir afar groddaralega tæklingu á Virgil van Dijk, varnarmann Liverpool, en tæklingin varð til þess að Van Dijk þarf að gangast undir aðgerð á hné og verður að öllum líkindum frá út tímabilið.

Forráðamenn Liverpool kvörtuðu yfir störfum Coote eftir leikinn og nú hafa forráðamenn dómarasamtakanna ákveðið að hvíla dómarann umdeilda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert